top of page

HELGI SÆMUNDUR

Ég heiti Helgi Sæmundur, 37 ára og búsettur í Garðabæ.

Ég hef unnið freelance í allskonar verkefnum tengdum auglýsingum, sjónvarpi og tónlist í yfir áratug. Eftir flutninga til Reykjavíkur frá Sauðárkróki 17 ára þá byrjaði tónlistin strax að toga. Ég var í hljómsveit sem vann Músíktilraunir 2009 en stuttu eftir það var hljómsveitin Úlfur Úlfur stofnuð af mér og Arnari Frey Frostasyni. Allar götur síðan hef ég unnið í eða í kringum tónlist. Hvort sem það er að taka upp fjórar hljóðversplötur fyrir Úlfur Úlfur, semja og taka upp lög fyrir aðra, semja og hljóðblanda fyrir auglýsingar og semja tónlist fyrir sjónvarpsþætti. 

Árið 2017 byrjaði ég að fikta við myndavélar og var fljótur að tileinka mér myndbandagerð, bæði skot og klipp og vorið 2020 var ég farinn að taka að mér fyrstu verkefnin í myndbandagerð.

Í dag vinn ég eingöngu við hljóð og mynd fyrir auglýsingar fyrir hin ýmsu fyrirtæki. Ég hef aflað mér mikillar reynslu á ýmsum sviðum tengdum framleiðslu á markaðsefni og hika ekki við að demba mér í hvað sem er.​

Screenshot 2024-03-06 at 13.42.56.png

Kunnátta

Eftirvinnsla á myndefni

 • Davinci Resolve

  • Mjög vanur og hef klippt allt í því undanfarin þrjú ár​.

 • Premiere Pro​

  • ​Fór úr Premiere í Davinci en hef enn góða kunnáttu og get unnið nokkuð hratt.​

 • After Effects​

  • Hef grunnkunnáttu á After Effects​. Hef notað í allskyns eftirvinnslu.

 • Photoshop​

  • Get bjargað mér með ýmislegt og hef ágætis grunnkunnáttu.

Hljóðupptökur og tónlist

 • Logic Pro X

  • Hef samið, tekið upp og útsett nokkrar plötur í Logic Pro X. Hef áralanga reynslu og þekki mjög vel.​

 • Ableton Live​

  • Vann í mjög mörg ár eingöngu á Ableton og þekki rosalega vel. Samdi tónlist fyrir tvær Úlfur Úlfur plötur og fyrir Stellu Blómkvist í Ableton.​

 • Pro Tools​

  • Fyrsta forritið sem ég notaði að eitthverju viti í tónlist og þó það hafi breyst þá hef ég enn grunnkunnáttu á það.​

Myndavélar

 • Sony Fx3

  • Hef unnið á Fx3​​​ í um þrjú ár. Þekki mjög vel og nota líka sem ljósmyndavél.

 • Sony Fx6​

  • Keypti Fx6 snemma árs 2023 til að nota sem A cameru með Fx3. Hef skotið heila sjónvarpsseríu og þekki vel.​

 • Panasonic GH-5​

  • Fyrsta vél sem ég keypti. Nota ekki mikið í dag en ef mig vantar þriðju vél þá tek ég hana með.​

bottom of page